Skráning og þátttökugjöld í Boðhlaup BYKO

Skráning fer fram á hlaup.is og lýkur mánudaginn 30. ágúst.

  • Þátttökugjald í boðhlaupi 4x4km er 4.000kr á mann eða 16.000 kr. á lið en fjórir hlauparar eru saman í liði.
  • Þátttökugjald í skemmtigönguna 1x4km er 2.000 kr á mann eða 8.000 kr á lið en þar ganga fjórir saman 4 km, ekki boðganga.

Aðeins einn hlaupari er skráður fyrir liðinu og skráir hann sig sem fyrirliða liðsins og greiðir gjaldið. 

Athugið að nauðsynlegt er að skrá heiti á boðhlaupsliðinu og hvetjum við þátttakendur til að skrá sem frumlegasta nafnið. 

Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum.