Boðhlaup BYKO

14:00-17:00 Keppnissvæði opið fyrir umferð

Keppnissvæði er opið fyrir ökutækjum til að ferja nauðsynlegan varning í tjöld. Vinsamlegast virðið að akstur á grasi og hlaupaleiðum er stranglega bannaður. Sýnið tillitssemi við gangandi vegfarendur á svæðinu.

16:30-20:00 Upplýsingamiðstöð opin

Á upplýsingaborði er hægt að fá upplýsingar um helstu atriði, eins og hlaupanúmer, boðhlaupskefli, skiptisvæði og fleira sem viðkemur hlaupinu.

17:00 Keppnissvæði lokað fyrir bílaumferð

Allir bílar, með eða án varnings, verða að vera komnir af svæðinu kl. 17:00.

17:30-17:55

Kynnir býður þátttakendur velkomna og fer yfir helstu atriði á meðan þátttakendur tínast inn á svæðið.

17:55 Opnunarræða

Opnunarræða og ræsing þátttakenda.

18:00 Boðhlaup BYKO ræst út

18:30 Skemmtiganga BYKO ræst út

19:00-19:15 Fyrstu gönguhópar koma í mark

Um þetta leyti eru fyrstu gönguhópar að koma í mark. Tónlist og skemmtiatriði eru á gönguleiðinni og við endamarkið. Seinustu gönguhópar eru áætlaðir í mark milli 19:45 og 20:00.

19:00-19:10 Fyrstu boðhlaupssveitir koma í mark

Um þetta leyti eru fyrstu boðhlaupssveitir að koma í mark. Tónlist og skemmtiatriði eru á gönguleiðinni og við endamarkið. Seinustu boðhlaupssveitir eru áætlaðar í mark milli 20:00-20:30.

22:00 Takk fyrir þátttökuna

Sjáumst aftur 2022!

22:10 Keppnissvæði opnar aftur fyrir umferð

Keppnissvæði opnar aftur fyrir umferð og frágangur hefst. Vinsamlegast sýnið tillitssemi við gangandi vegfarendur á svæðinu. Það er stranglega bannað að aka á grasinu og á hlaupaleiðum – virðið þær takmarkanir sem eru á svæðinu.