Boðhlaup BYKO- 1x4 ganga
Boðhlaup BYKO er ekki eingöngu hlaupakeppni, heldur er einnig boðið upp á skemmtigöngu. Fyrir þá sem kjósa að ganga í góðra vina hópi eða með samstarfsfélögum geta einnig tekið þátt í þessum einstaka skemmtiviðburði. Gönguleiðin verður að hluta til í Kópavogsdalnum líkt og boðhlaupið. Gönguleiðin er um 4 km á lengd en rás – og endamark eru á sama stað og í fyrirtækjaboðhlaupinu. Gangan er fyrir alla þá sem vilja vera með vinunum eða vinnufélögunum og gera sér glaðan dag saman.
Áhersla er lögð á gleði, vinskap, liðsvinnu og að ganga sér til ánægju.
Taktu daginn frá og vertu með í einum skemmtilegasta hlaupa- og hreyfiviðburði ársins í Kópavogsdal föstudaginn 3. september kl. 18:00.