Hvar og hvenær
Boðhlaup BYKO 2022 fer fram í Kópavogi fimmtudaginn 30. júní. Tekið er á móti þátttakendum við Fífuna en hlaupið sjálft fer fram í Kópavogsdalnum.
Verð
Þátttökugjald er 3.500 kr á mann.
Innifalið í skráningargjaldinu er:
- Aðgangur að sameiginlegu tjaldi þar sem þátttakendur geta gert sér glaðan dag.
- Borð og stólar eru í flestum tjöldunum þar sem þátttakendur geta sest niður, snætt mat, spjallað saman og átt góða stund.
Hlaupaleið og vegalengd
Ef valið er boðhlaup þá hleypur hver liðsmaður 4 km langa leið, þ.e. allir hlaup 4 km en aðeins einn í einu. Þátttakendur hlaupa með boðhlaupskefli sem þarf að afhenda næsta hlaupara áður en hann leggur af stað sína 4 km.
Meðfram hlaupaleiðinni er mikil skemmtun og tónlist til að hvetja þátttakendur áfram.
Rástímar
Boðhlaupið er ræst út kl.18:00.
Þátttökugögn – hlaupanúmer, flaga og boðkefli
Keppnisgögn er hægt að nálgast í Bykó Breiddinni á afgreiðslu tíma vikuna fyrir hlaup.
Boðhlaupskeflið
Keflið sem hlaupið er með, í hendinni, er pappi sem rúllað er upp og hann límdur saman. Sá sem hleypur þarf ávallt að vera með keflið frá upphafi til enda hlaupsins.
Boðhlaupskeflið inniheldur flögu sem notuð er við tímatöku og skráir bæði samanlagðan tíma liðsins.
Tímataka
Heildartími hlaupa-/gönguhóps er skráður ásamt einstaklingstíma í hlaupi. Tímatökuflagan er staðsett í boðhlaupskeflinu sem fylgir hverjum hlaupara/gönguhópi frá rásmarki til marks.
Heildartími: Samanlagður tími frá fyrsta hlaupara sem fer í gegnum rásmarkið til þess síðasta sem fer í gegnum markið. Tími á skiptisvæði er skráður með í heildartíma.
Einstaklingstími: Tíminn frá því að hlaupari fer í gegnum rásmarkið þangað til að hann fer í gegnum markið. Tími á skiptisvæði er ekki skráður hér.
Hlaupanúmer
Allir þátttakendur í boðhlaupi verða að staðsetja hlaupanúmerið/liðsnúmer sitt á brjóstkassann svo að brautarverðir geti leiðbeint þátttakendum í rétta átt þegar brautir skarast eða liggja í sitthvora áttina.
Skiptisvæði
Skiptisvæði er það svæði sem allir hlauparar byrja og enda. Þar skiptast hlauparar á boðkeflum, hlaupari nr.1 afhendir hlaupara nr.2 og svo framvegis. Hlauparar mega koma inn á skiptisvæðið þegar einn leggur er í þeirra hlaup.
Skiptisvæðið er eitt stórt svæði þar sem hlauparar hlaupa inn á og reyna að finna sinn liðsmann.
Þátttökuflokkur/liðsflokkur
Allir þátttakendur/lið tilnefna flokk í skráningunni – annað hvort 4 karla, 4 konur eða blandað lið 2 karlar og 2 konur.
Tjöld og veitingasvæði
Á keppnissvæðinu eru tjöld sem þátttakendur og fyrirtæki geta notað og átt góða stund saman á meðan á viðburði stendur. Veitingasvæði er á keppnissvæðinu og þar verður boðið upp á fjölbreyttan og góðan mat.
Umhverfið og sorp
Þessi viðburður reynir eftir fremsta megni að vera eins umhverfisvænn og hægt er hverju sinni. Markmiðið er að sífellt bæta sig ár frá ári. Við hvetjum þátttakendur og fyrirtækin til að nota tilgreindar ruslafötur á svæðinu og huga að umhverfisvitund sinni á keppnisstað.
Svona getur þú hjálpað:
- Forðastu að nota einnota plast
- Taktu upp rusl eftir þig og settu það í ruslatunnurnar á svæðinu, en þær eru víðsvegar.
- Flokkaðu pappa og plast í sundur og komdu fyrir í þar tilgreindum ruslafötum.
- TAKK fyrir að hjálpa okkur að hjálpa umhverfinu.
Bílastæði og almenningssamgöngur
Í kringum Fífuna er nóg af bílastæðum en þegar um er að ræða stóran viðburð þá getur reynst skynsamlegt að koma hjólandi eða með strætó á svæðið. Við hvetjum sem flesta til að huga að þessu áður en lagt er af stað og best væri ef vinnustaðurinn sammælist um hvaða fararskjót skal notast við.
Hér er hægt að sjá yfirlitsmynd af svæðinu og hvar bílastæði er að fá í næsta nágrenni.
Framkvæmdaraðili mótsins ber ekki ábyrgð á þeim umferðarlagabrotum sem eiga sér stað þegar ökutæki er lagt ólöglega. Eigendur ökutækjanna bera alfarið þá ábyrgð sjálfir.
Hjól, barnavagnar og fleira
Það er því miður ekki leyfilegt að vera með barnavagna, hjól, hunda eða eitthvað álíka, hvorki í boðhlaupinu né göngunni sjálfri á meðan mótinu stendur.
Liðsmynd
Öll lið geta fengið liðsmynd við myndavegginn. Myndavegginn verður að finna nálægt rásmarki/skiptisvæði.
Skipuleggjandi og framkvæmdaraðili
Boðhlaup BYKO er skipulagt af Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK) en sambandið er ekki rekið í hagnaðarskyni. BYKO er aðalstyrktaraðili viðburðarins.
Markmið UMSK og BYKO er að byggja upp skemmtilegan viðburð þar sem aðaláherslan er á hreyfingu og að þátttakendur geti gert sér dagamun í sameiningu.